Erlent

Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðnum.
Bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðnum. Vísir/AP

Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein.

Í lögsókninni má finna ýmsar upplýsingar sem ekki hafa áður litið dagsins ljós en saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rannsakað hafa Epstein vegna ásakana um mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa í ágúst.

Rannsóknin íBandaríkjunum hefur aðallega beinst að ásökunum sem ná allt til ársins 2005en í hinni nýju lögsókn er því haldið fram að Epstein hafi stundað mansal og kynferðisbrot á einkaeyjum hans á Jómfrúareyjum til ársins 2018.

„Epstein notaði klárlega Jómfrúareyjar og heimilisfesti hans á Bandarísku Jómfrúareyjum á Little Saint James til þess að fela og útvíkka gjörðir hans þar,“ segir í lögsókninni.

Ennfemur segir að Epstein og samstarfsmenn hans hafi flutt stúlkur undir lögaldri til Jómfrúareyja, haldið þeim föngnum og misnotað þær kynferðislega.

Í frétt New York Times segir að Epstein sé sakaður um að hafa brotið gegn hundruð stúlkna allt niður í tólf ára gamlar. Þá hafi hann notað einhvers konar gagnagrunn til þess að halda úti yfirliti um stúlkurnar.

Alls átti Epstein tvær eyjur á Jómfrúareyjum, Little Saint James og Great Saint James. Sagt hefur verið frá því að Litte Saint James hafi gengið undir nafninu „Barnaníðingaeyjan“.

Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins.

Markmiðið með lögsókninni er að því er fram kemur í frétt New York Times að gera eyjurnar upptækar, sem og aðrar eignir dánarbús Epstein á Jómfrúareyjum.


Tengdar fréttir

Eyddu upptökum úr klefa Epstein

Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×