Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Eiríkur Jónsson og kona hans ætluðu í ferð til Taílands með Farvel. Þau óttast að 600 þúsund krónur sem þau greiddu fyrir ferðina sem aldrei var farin sé glatað fé. Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel „teyma sig á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður Farvel, hafi fram á síðustu stundu verið að hringja í viðskiptavini og hvatt þá til að ganga frá greiðslum vegna fyrirhugaðra ferða sinna. Viktor hefur hvorki svarað símtölum og fyrirspurnum viðskiptavina né fjölmiðla síðan málið kom upp. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæfði sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, var fellt úr gildi þann 19. desember síðastliðinn þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu daginn eftir kom fram að afturköllun leyfisins hefði haft áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Hluti þess hóps hefur tekið sig saman og veltir fyrir sér lagalegri stöðu sinni gagnvart Ferðamálastofu sem gerði athugasemdir við Farvel í október 2018 en greip ekki til aðgerða fyrr en fjórtán mánuðum síðar. Ferðamálastofa hefur vísað máli Farvel til lögreglu. 600 þúsund krónur í vaskinn Eiríkur og kona hans höfðu greitt 150 þúsund króna staðfestingargjald fyrir spennandi ferðalag til Taílands með Farvel. Í nóvember síðastliðnum fengu þau símtal frá Viktori Heiðdal þar sem þau voru beðin um að greiða 448 þúsund krónur til viðbótar til að ganga frá ferðinni. Það sem Eiríkur og kona hans vissu ekki var að þá hafði Farvel í heilt ár ekki greitt skyldutryggingu til Ferðamálastofu. Eiríkur er verulega ósáttur við þróun mála. Bæði forsvarsmenn Farvel og Ferðamálastofu fá skömm í hattinn hjá honum. Í svörum Ferðamálastofu við athugasemdum Eiríks kemur fram að Farvel hafi verið tilkynnt í október 2018 að fyrirtækið ætti að skila hækkaðri tryggingu í lok október. Þau tilmæli voru ítrekuð í nóvember og frestur veittur til að skila inn gögnum. Farvel óskaði eftir endurskoðun á tryggingarfjárhæðinni og lagði fram gögn. Þau reyndust ófullnægjandi. Í byrjun janúar 2019 fékk Ferðamálastofa upplýsingar um að Farvel hefði leitað til erlends tryggingafélags eftir tryggingu. Enginn trygging barst og veittur var frestur til að skila inn hækkaðri tryggingu og ítarlegri gögnum til loka febrúar. Frestur á frest ofan Í lok febrúar 2019 barst Ferðamálastofu beiðni frá lögmanni Farvel um frest til loka mars þar sem unnið væri að útvegun bankaábyrgðar. Ferðamálastofa hafnaði beiðninni með vísan til fjölda frestana sem Farvel ehf. hafði þá fengið. Ferðamálastofa veitti ferðaskrifstofunni svigrúm til að klára að ganga frá tryggingunni gegn framlagningu staðfestingar frá banka um að unnið væri að því að ganga frá tryggingunni. Í mars var send ítrekun til Farvel þar sem engin staðfesting hafði borist. Viðbrögð Farvel voru þau að senda fyrirspurn um hvernig fyrirtækið ætti að snúa sér til að fá leyfið niðurfellt. Leiðbeiningar voru sendar til Farvel sama dag og veittur frestur til að skila gögnum vegna niðurfellingarinnar. Ferðamálastofu barst ekki formleg beiðni um niðurfellingu.Eiríkur Jónsson ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Samningaviðræður við aðra ferðaskrifstofu Í apríl upplýsti Viktor Heiðdal Sveinsson Ferðamálastofu að Farvel væri í samningaviðræðum við aðra ferðaskrifstofu um að taka yfir rekstur Farvel. Í kjölfarið óskaði Ferðamálastofa eftir upplýsingum frá Farvel um þá farþega sem voru í ferð á vegum fyrirtækisins yfir páskana og staðfestingum á því hvort ferðirnar væru að fullu greiddar. Ferðamálastofu barst slík staðfesting og var það mat Ferðamálastofu að ekki væri nauðsynlegt að grípa til niðurfellingar meðan gengið væri frá samningi ferðaskrifstofanna. Í maí barst Ferðamálastofu staðfesting á því að samningar væru á lokametrunum. Í júní var sameiningunni ekki lokið og sendi Ferðamálastofa leiðbeiningar um hvað Farvel þyrfti að gera til að fella leyfið niður og upplýsingar um hverju þyrfti að gæta að við yfirtökuna. Nokkur dráttur varð á að samningar næðust af óviðráðanlegum ástæðum af hálfu samningsaðilans. Í enda júní staðfesti umrædd ferðaskrifstofa við Ferðamálastofu að samningar væru í höfn. Var veittur frestur til að skila skila inn nýjum gögnum til að reikna tryggingarfjárhæð sameinaðs fyrirtækis og til að ganga frá þeim pappírum sem þurfti að ganga frá áður en leyfi Farvel yrði fellt niður Fleiri frestir Í ágúst barst Ferðamálastofu tilkynning um að umrædd ferðaskrifstofa hefði hætt við sameiningu við Farvel. Í ljósi þess hafði Ferðamálastofa samband við forsvarsmann Farvel. Ferðamálastofa var upplýst um að fyrirtækið hefði minnkað umsvif sín og lokað starfsstöð sinni þar sem undirbúningurinn fyrir fyrirhugaða sameiningu var kominn á lokastig þegar Viktori Heiðdal var tilkynnt að fyrirtækið myndi ekki standa við gerðan samning. Þar sem ekkert varð af sameiningu ferðaskrifstofanna óskaði Farvel eftir fresti til að athuga með tryggingu hjá skandinavísku tryggingarfélagi sem býður íslenskum ferðaskrifstofum þjónustu sína. Farvel hafði ekki áður heyrt af þeim möguleika. „Ekkert á þessum tímapunkti gaf til kynna annað en að Farvel ehf. væri að standa við gerða pakkaferðasamninga og taldi Ferðamálastofa ekki tilefni til að fella leyfið niður,“ segir í tölvupósti Ferðamálastofu til Eiríks. Þarna var komið fram í ágúst 2019 eða tíu mánuðir frá því að óskað var eftir að Farvel skilaði hærri tryggingu. Ekkert hafði gerst. Viktor Heiðdal lét ekki ná í sig Í september 2019 ítrekaði Ferðamálastofa að henni hefðu ekki borist umbeðin gögn en veittir frestir voru liðnir. Í ljósi aðstæðna og vegna mikilla anna í október við að ljúka afgreiðslu þeirra tæplega 1100 krafna sem bárust vegna rekstrarstöðvunar Gaman ferða frestaðist frekari málsmeðferð Farvel sem og allra annarra mála hjá stjórnsýslusviði stofnunarinnar í þann tíma. Haustferð Farvel til Balí var auglýst á heimasíðu Farvel aðeins fimm dögum áður en starfsleyfið var afturkallað.Farvel „Úrvinnslu krafnanna lauk í byrjun nóvember og strax þá var hugað að stöðu Farvel. Eftirlit Ferðamálastofu leiddi í ljós að Farvel ehf. hafði aukið umsvif sín og auglýsti nýjar og dýrar ferðir á nýju ári.“ Ferðamálastofa hafi ítrekað reynt að ná á Viktor Heiðdal til að fara yfir stöðuna en hann lét ekki ná í sig. „Á þeim tímapunkti rann upp fyrir Ferðamálastofu að rekstrarhæfni fyrirtækisins væri mögulega brostin og í kjölfarið var Ferðamálastofu þá nauðugur einn kostur að nýta heimildarákvæði stofnunarinnar og fella niður leyfi Farvel ehf. áður en umsvifin myndu aukast enn frekar.“ Ferðamálstofu hafi þó ekki verið heimilt vegna málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga og ákvæða laga um Ferðamálastofu að fella leyfið niður án þess að veita Farvel möguleika á að koma sínum athugasemdum að og bæta úr annmörkum. Fengu farþegaupplýsingar eftir ítrekanir Með tilkynningu dagsettri 29. nóvember 2019 var Farvel upplýst um að leyfið yrði fellt niður 16. desember ef umbeðin gögn bærust ekki Ferðamálastofu. Tilkynningin var send í ábyrgðarpósti og afrit í tölvupósti. Ferðamálastofa fékk engin viðbrögð frá Farvel. Þann 16. desember reyndi Ferðamálastofa að ná á Viktor Heiðdal til að fá upplýsingar um þá farþega sem áttu pantaða ferð með Farvel og/eða voru úti á vegum ferðaskrifstofunnar til að geta haft samband við þá og upplýsa þá um stöðuna áður en almenn tilkynning um niðurfellinguna yrði send út á fjölmiðla. „Erfiðlega gekk að ná í forsvarsmann félagsins og fá upplýsingar og felldi Ferðamálastofa niður leyfi Farvel ehf. 18. desember 2019.“ Ferðamálastofa hafði engar upplýsingar um umfang rekstursins, þ.e. fjölda og tímasetningar ferða, farþegafjölda og fjárhæðir greiðslna. Tilkynning um niðurfellinguna var send til fyrirtækisins og fór Ferðamálastofa fram á að vefsíðu fyrirtækisins yrði lokað án tafar og að allri sölu allra pakkaferða yrði hætt. „Eftir ítrekanir bárust umbeðnar ferða og farþegaupplýsingar í lok dags 19. desember. Þá fyrst varð Ferðamálastofu ljóst hversu slæm staðan var.“ Sendu hóp til Taílands án þess að greiða birgjum Samkvæmt upplýsingum sem Ferðamálastofa hefur fengið frá ferðaskrifstofum þarf að vera búið að borga birgjum einhverjum vikum fyrir brottför, a.m.k.sex vikum fyrir flug. Ferðamálastofa gekk því út frá að fyrirhugaðar ferðir næstar í tíma væru að fullu greiddar og farþegar gætu nýtt sér ferðirnar þó þeir yrðu á eigin vegum en ekki á vegum Farvel. Svo reyndist þó ekki vera. Farvel sendi hóp í pakkaferð til Taílands 15. desember síðastliðinn þrátt fyrir að vita að til stæði að fella niður starfsleyfi Farvel og vitandi það að eingöngu var búið að greiða lítið brot af kostnaði ferðarinnar til birgja. „Ekki var búið að greiða fyrir heimflug og var hótelkostnaður að mestu ógreiddur.“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Ferðamálastofa Einnig er upplýst að Farvel hvatti farþega til að greiða lokagreiðslur vitandi um fyrirhugaða niðurfellingu leyfisins. „Er því ljóst að staða fyrirtækisins var mjög slæm og má leiða lýkur að því ef stofnunin hefði ekki stöðvað starfsemina á þessum tímapunkti hefði fyrirtækið innan skamms tíma hætt starfsemi vegna fjárhagserfiðleika. Tjónið hefði mögulega getað orðið meira en varð þar sem Farvel ehf. hefði mögulega getað farið fram á það við fleiri að greiða lokagreiðslur og mögulega farið í að setja upp fleiri ferðir og selt. Um leið og Ferðamálastofa fékk upplýsingar um farþegana var haft samband við þá og þeir upplýstir um stöðuna og þeim leiðbeint um kröfugerð.“ Gekk á eftir frekari greiðslum Í tölvupósti Ferðamálstofu til Eiríks kemur sömuleiðis fram að Ferðamálastofa hafi fengið vitneskju um að Farvel hafi haft samband við einhverja viðskiptavini sína og óskað eftir að þeir myndu fullgreiða ferðina í desember. Á þeim tímapunkti átti Viktori Heiðdal, forsvarsmanni Farvel, að vera ljóst í hvað stefndi. „Þrátt fyrir það gekk hann á eftir því fá frekari greiðslur frá viðskiptavinum sínum vitandi það þjónustan sem verið var að greiða fyrir yrði ekki framkvæmd samkvæmt samningi. Ferðamálastofa lítur málið mjög alvarlegum augum og er til skoðunar hvort tilefni sé til að vísa málinu til lögreglunnar,“ sagði í tölvupóstinum. Málið komið til lögreglu Óhætt er að segja að Eiríkur sé ósáttur við svör Ferðamálastofu. Af svörunum megi ráða að Ferðamálastofa telji mikilvægara að verja hagsmuni þess sem brýtur lög frekar en hagsmuni þeirra sem brotið er á. Eiríkur spurði Ferðamálstofu í tölvupósti þann 10. janúar hvort málið hefði verið tilkynnt til lögreglu þannig að mögulegt hefði verið að frysta eignir og komast þannig yfir hluta þess fjár sem ferðaskrifstofan hafði af fólki. Svarið hafi verið áfram á þá leið að málið væri litið mjög alvarlegum augum og til skoðunar að vísa því til lögreglu. Eiríkur segir Ferðamálastofu svo hafa staðfest við sig 15. janúar að málinu hafi verið vísað til lögreglu. Segir Viktor siðblindan mann Eiríkur lýsir Viktori Heiðdal, forsvarsmanni Farvel, sem siðblindum manni. Í tölvupósti frá Farvel þann 19. desember til farþega segi að orð fái ekki lýst hve þungt það taki á starfsfólk Farvel að færa farþegum þær fréttir að ekkert verði af ferð sem þau hafi greitt fyrir. „Ferðamálastofa gerir kröfu um hærri starfsleyfistryggingu en Farvel hefur bolmagn til að standa undir,“ sagði í póstinum. „Þetta er leiðinlegur endir á farsælu starfi Farvel og staða sem enginn óskar sér.“ Eiríkur veltir fyrir sér af hverju Viktor Heiðdal afhenti ekki reikninginn með öllum peningunum sem lagður hafði verið fyrir ferðinni til Taílands. „Maður sem hefur notað síðustu vikurnar á undan til að hringja í fólk til að láta það borga inn á ferð sem hann vissi að yrði aldrei farin“. Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag Sigríðar Pálsdóttur og eiginmanns hennar aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Viktor frá því starfsleyfi Farvel var fellt niður en án árangurs. Eiríkur kannast við vandamálið. „Hann hefur náttúrulega hvergi látið ná í sig. Ég hef ekki heyrt í neinum sem hefur náð í hann.“ Lokafrestur hefði átt að vera sumarið 2019 Eiríkur er sömuleiðis ekki par sáttur við Ferðamálastofu. „Það er veittur frestur ofan í frest ofan í frest,“ segir Eiríkur. Sé Ferðamálastofa á annað borð að skoða reksturinn, veita leyfi og afturkalla, hljóti þau að velta fyrir sér hvernig starfsemi Farvel sé með. Farvel fókusi á dýrar ferðir til fjarlægra staða þar sem ferðatíminn er að vetri hér á Íslandi. „Ef þetta ástand var svona átti að setja lokafrestinn síðastliðið sumar. Þeir gáfu þeim færi á að auglýsa nýtt tímabil og innheimta tugi eða hundruð milljóna af fólki. Í því finnst mér stærsti glæpur Ferðamálastofu liggja. Þetta er ekki ferðaskrifstofa sem býður upp á ódýrar sólarlandaferðir til Spánar og slíkra landa.“ Sofið á verðinum Þá séu samskiptin við Ferðamálastofu og Farvel afar sérstök. Loks hafi verið lífsmark í gær þegar hann fékk staðfestingu á að málið yrði sent til lögreglu. „Mér finnst Ferðamálastofa gjörsamlega hafa sofið á verðinum og við sem lendum í þessu höfðum ekkert heyrt að ferðaskrifstofan ætti í basli. Ólíkt því til dæmis þegar fólk var að kaupa sér ferð með WOW air undir það síðasta. Þá vissi fólk að því fylgdi áhætta en var auðvitað með kortatryggingar. Þá hefði verið hægt að grípa inn í ef ekki væri liðinn langur tími.“ Þarna hafi þau frúin greitt í góðri trú. „Ég velti því fyrir mér áðan, þegar maður er inni á netinu og sér alls konar auglýsingar frá minni ferðaskrifstofum sem bjóða til dæmis upp á ferðir til Kanarí. Þá fór ég að velta fyrir mér, ef manni dytti í hug að skella sér á svoleiðis ferð, hvort sú ferðaskrifstofa væri líka í skoðun.“ Vilja að eftirlitinu verði breytt Eiríkur segir að viðskiptavinir Farvel sem urðu illa úti hafi tekið sig saman og séu að skoða réttarstöðu sína. Fólk hafi tapað allt frá hálfri milljón upp í tvær milljónir sem sé hæsta tala sem hann hafi heyrt. Ein hjón hafi fengið símtal frá Viktori Heiðdal tveimur dögum áður en Farvel var svipt starfsleyfi. Þar hafi hann sagt fólkinu að komið væri að lokagjalddaga og þau ættu að borga, sem þau gerðu. Vísir fjallaði um hjónin á dögunum sem ætla að leita réttar síns. Hópurinn fundaði með lögmanni í gær. „Ferðamálastofa er opinber eftirlitsstofnun sem ferðamálaráðherra er ábyrgur fyrir. Okkur finnst þeir ekki hafa uppfyllt lagaskyldu um eftirlit sem þeim er falin. Það er erfitt að fá stofnanir á Íslandi til að axla raunverulega ábyrgð.“ Þá nefnir hann þá ótrúlegu staðreynd að í öllum samskiptum sínum við Farvel og Ferðamálastofu hafi hann aldrei verið í samskiptum við fólk undir nafni. Hann hafi reyndar ekki fengið nein svör frá Ferðamálastofu fyrr en tveimur vikum eftir fyrsta póst en þá hafði hann hringt í Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóra og útskýrt fyrir honum að bregðast ætti við tölvupósti sem slíkum innan viku. Fljótlega hafi borist svar. Hann vonast til að barátta þeirra verði í það minnsta til þess að svona geti ekki gerst aftur. Eftirlitinu verði breytt. Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel „teyma sig á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður Farvel, hafi fram á síðustu stundu verið að hringja í viðskiptavini og hvatt þá til að ganga frá greiðslum vegna fyrirhugaðra ferða sinna. Viktor hefur hvorki svarað símtölum og fyrirspurnum viðskiptavina né fjölmiðla síðan málið kom upp. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæfði sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, var fellt úr gildi þann 19. desember síðastliðinn þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu daginn eftir kom fram að afturköllun leyfisins hefði haft áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Hluti þess hóps hefur tekið sig saman og veltir fyrir sér lagalegri stöðu sinni gagnvart Ferðamálastofu sem gerði athugasemdir við Farvel í október 2018 en greip ekki til aðgerða fyrr en fjórtán mánuðum síðar. Ferðamálastofa hefur vísað máli Farvel til lögreglu. 600 þúsund krónur í vaskinn Eiríkur og kona hans höfðu greitt 150 þúsund króna staðfestingargjald fyrir spennandi ferðalag til Taílands með Farvel. Í nóvember síðastliðnum fengu þau símtal frá Viktori Heiðdal þar sem þau voru beðin um að greiða 448 þúsund krónur til viðbótar til að ganga frá ferðinni. Það sem Eiríkur og kona hans vissu ekki var að þá hafði Farvel í heilt ár ekki greitt skyldutryggingu til Ferðamálastofu. Eiríkur er verulega ósáttur við þróun mála. Bæði forsvarsmenn Farvel og Ferðamálastofu fá skömm í hattinn hjá honum. Í svörum Ferðamálastofu við athugasemdum Eiríks kemur fram að Farvel hafi verið tilkynnt í október 2018 að fyrirtækið ætti að skila hækkaðri tryggingu í lok október. Þau tilmæli voru ítrekuð í nóvember og frestur veittur til að skila inn gögnum. Farvel óskaði eftir endurskoðun á tryggingarfjárhæðinni og lagði fram gögn. Þau reyndust ófullnægjandi. Í byrjun janúar 2019 fékk Ferðamálastofa upplýsingar um að Farvel hefði leitað til erlends tryggingafélags eftir tryggingu. Enginn trygging barst og veittur var frestur til að skila inn hækkaðri tryggingu og ítarlegri gögnum til loka febrúar. Frestur á frest ofan Í lok febrúar 2019 barst Ferðamálastofu beiðni frá lögmanni Farvel um frest til loka mars þar sem unnið væri að útvegun bankaábyrgðar. Ferðamálastofa hafnaði beiðninni með vísan til fjölda frestana sem Farvel ehf. hafði þá fengið. Ferðamálastofa veitti ferðaskrifstofunni svigrúm til að klára að ganga frá tryggingunni gegn framlagningu staðfestingar frá banka um að unnið væri að því að ganga frá tryggingunni. Í mars var send ítrekun til Farvel þar sem engin staðfesting hafði borist. Viðbrögð Farvel voru þau að senda fyrirspurn um hvernig fyrirtækið ætti að snúa sér til að fá leyfið niðurfellt. Leiðbeiningar voru sendar til Farvel sama dag og veittur frestur til að skila gögnum vegna niðurfellingarinnar. Ferðamálastofu barst ekki formleg beiðni um niðurfellingu.Eiríkur Jónsson ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Samningaviðræður við aðra ferðaskrifstofu Í apríl upplýsti Viktor Heiðdal Sveinsson Ferðamálastofu að Farvel væri í samningaviðræðum við aðra ferðaskrifstofu um að taka yfir rekstur Farvel. Í kjölfarið óskaði Ferðamálastofa eftir upplýsingum frá Farvel um þá farþega sem voru í ferð á vegum fyrirtækisins yfir páskana og staðfestingum á því hvort ferðirnar væru að fullu greiddar. Ferðamálastofu barst slík staðfesting og var það mat Ferðamálastofu að ekki væri nauðsynlegt að grípa til niðurfellingar meðan gengið væri frá samningi ferðaskrifstofanna. Í maí barst Ferðamálastofu staðfesting á því að samningar væru á lokametrunum. Í júní var sameiningunni ekki lokið og sendi Ferðamálastofa leiðbeiningar um hvað Farvel þyrfti að gera til að fella leyfið niður og upplýsingar um hverju þyrfti að gæta að við yfirtökuna. Nokkur dráttur varð á að samningar næðust af óviðráðanlegum ástæðum af hálfu samningsaðilans. Í enda júní staðfesti umrædd ferðaskrifstofa við Ferðamálastofu að samningar væru í höfn. Var veittur frestur til að skila skila inn nýjum gögnum til að reikna tryggingarfjárhæð sameinaðs fyrirtækis og til að ganga frá þeim pappírum sem þurfti að ganga frá áður en leyfi Farvel yrði fellt niður Fleiri frestir Í ágúst barst Ferðamálastofu tilkynning um að umrædd ferðaskrifstofa hefði hætt við sameiningu við Farvel. Í ljósi þess hafði Ferðamálastofa samband við forsvarsmann Farvel. Ferðamálastofa var upplýst um að fyrirtækið hefði minnkað umsvif sín og lokað starfsstöð sinni þar sem undirbúningurinn fyrir fyrirhugaða sameiningu var kominn á lokastig þegar Viktori Heiðdal var tilkynnt að fyrirtækið myndi ekki standa við gerðan samning. Þar sem ekkert varð af sameiningu ferðaskrifstofanna óskaði Farvel eftir fresti til að athuga með tryggingu hjá skandinavísku tryggingarfélagi sem býður íslenskum ferðaskrifstofum þjónustu sína. Farvel hafði ekki áður heyrt af þeim möguleika. „Ekkert á þessum tímapunkti gaf til kynna annað en að Farvel ehf. væri að standa við gerða pakkaferðasamninga og taldi Ferðamálastofa ekki tilefni til að fella leyfið niður,“ segir í tölvupósti Ferðamálastofu til Eiríks. Þarna var komið fram í ágúst 2019 eða tíu mánuðir frá því að óskað var eftir að Farvel skilaði hærri tryggingu. Ekkert hafði gerst. Viktor Heiðdal lét ekki ná í sig Í september 2019 ítrekaði Ferðamálastofa að henni hefðu ekki borist umbeðin gögn en veittir frestir voru liðnir. Í ljósi aðstæðna og vegna mikilla anna í október við að ljúka afgreiðslu þeirra tæplega 1100 krafna sem bárust vegna rekstrarstöðvunar Gaman ferða frestaðist frekari málsmeðferð Farvel sem og allra annarra mála hjá stjórnsýslusviði stofnunarinnar í þann tíma. Haustferð Farvel til Balí var auglýst á heimasíðu Farvel aðeins fimm dögum áður en starfsleyfið var afturkallað.Farvel „Úrvinnslu krafnanna lauk í byrjun nóvember og strax þá var hugað að stöðu Farvel. Eftirlit Ferðamálastofu leiddi í ljós að Farvel ehf. hafði aukið umsvif sín og auglýsti nýjar og dýrar ferðir á nýju ári.“ Ferðamálastofa hafi ítrekað reynt að ná á Viktor Heiðdal til að fara yfir stöðuna en hann lét ekki ná í sig. „Á þeim tímapunkti rann upp fyrir Ferðamálastofu að rekstrarhæfni fyrirtækisins væri mögulega brostin og í kjölfarið var Ferðamálastofu þá nauðugur einn kostur að nýta heimildarákvæði stofnunarinnar og fella niður leyfi Farvel ehf. áður en umsvifin myndu aukast enn frekar.“ Ferðamálstofu hafi þó ekki verið heimilt vegna málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga og ákvæða laga um Ferðamálastofu að fella leyfið niður án þess að veita Farvel möguleika á að koma sínum athugasemdum að og bæta úr annmörkum. Fengu farþegaupplýsingar eftir ítrekanir Með tilkynningu dagsettri 29. nóvember 2019 var Farvel upplýst um að leyfið yrði fellt niður 16. desember ef umbeðin gögn bærust ekki Ferðamálastofu. Tilkynningin var send í ábyrgðarpósti og afrit í tölvupósti. Ferðamálastofa fékk engin viðbrögð frá Farvel. Þann 16. desember reyndi Ferðamálastofa að ná á Viktor Heiðdal til að fá upplýsingar um þá farþega sem áttu pantaða ferð með Farvel og/eða voru úti á vegum ferðaskrifstofunnar til að geta haft samband við þá og upplýsa þá um stöðuna áður en almenn tilkynning um niðurfellinguna yrði send út á fjölmiðla. „Erfiðlega gekk að ná í forsvarsmann félagsins og fá upplýsingar og felldi Ferðamálastofa niður leyfi Farvel ehf. 18. desember 2019.“ Ferðamálastofa hafði engar upplýsingar um umfang rekstursins, þ.e. fjölda og tímasetningar ferða, farþegafjölda og fjárhæðir greiðslna. Tilkynning um niðurfellinguna var send til fyrirtækisins og fór Ferðamálastofa fram á að vefsíðu fyrirtækisins yrði lokað án tafar og að allri sölu allra pakkaferða yrði hætt. „Eftir ítrekanir bárust umbeðnar ferða og farþegaupplýsingar í lok dags 19. desember. Þá fyrst varð Ferðamálastofu ljóst hversu slæm staðan var.“ Sendu hóp til Taílands án þess að greiða birgjum Samkvæmt upplýsingum sem Ferðamálastofa hefur fengið frá ferðaskrifstofum þarf að vera búið að borga birgjum einhverjum vikum fyrir brottför, a.m.k.sex vikum fyrir flug. Ferðamálastofa gekk því út frá að fyrirhugaðar ferðir næstar í tíma væru að fullu greiddar og farþegar gætu nýtt sér ferðirnar þó þeir yrðu á eigin vegum en ekki á vegum Farvel. Svo reyndist þó ekki vera. Farvel sendi hóp í pakkaferð til Taílands 15. desember síðastliðinn þrátt fyrir að vita að til stæði að fella niður starfsleyfi Farvel og vitandi það að eingöngu var búið að greiða lítið brot af kostnaði ferðarinnar til birgja. „Ekki var búið að greiða fyrir heimflug og var hótelkostnaður að mestu ógreiddur.“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Ferðamálastofa Einnig er upplýst að Farvel hvatti farþega til að greiða lokagreiðslur vitandi um fyrirhugaða niðurfellingu leyfisins. „Er því ljóst að staða fyrirtækisins var mjög slæm og má leiða lýkur að því ef stofnunin hefði ekki stöðvað starfsemina á þessum tímapunkti hefði fyrirtækið innan skamms tíma hætt starfsemi vegna fjárhagserfiðleika. Tjónið hefði mögulega getað orðið meira en varð þar sem Farvel ehf. hefði mögulega getað farið fram á það við fleiri að greiða lokagreiðslur og mögulega farið í að setja upp fleiri ferðir og selt. Um leið og Ferðamálastofa fékk upplýsingar um farþegana var haft samband við þá og þeir upplýstir um stöðuna og þeim leiðbeint um kröfugerð.“ Gekk á eftir frekari greiðslum Í tölvupósti Ferðamálstofu til Eiríks kemur sömuleiðis fram að Ferðamálastofa hafi fengið vitneskju um að Farvel hafi haft samband við einhverja viðskiptavini sína og óskað eftir að þeir myndu fullgreiða ferðina í desember. Á þeim tímapunkti átti Viktori Heiðdal, forsvarsmanni Farvel, að vera ljóst í hvað stefndi. „Þrátt fyrir það gekk hann á eftir því fá frekari greiðslur frá viðskiptavinum sínum vitandi það þjónustan sem verið var að greiða fyrir yrði ekki framkvæmd samkvæmt samningi. Ferðamálastofa lítur málið mjög alvarlegum augum og er til skoðunar hvort tilefni sé til að vísa málinu til lögreglunnar,“ sagði í tölvupóstinum. Málið komið til lögreglu Óhætt er að segja að Eiríkur sé ósáttur við svör Ferðamálastofu. Af svörunum megi ráða að Ferðamálastofa telji mikilvægara að verja hagsmuni þess sem brýtur lög frekar en hagsmuni þeirra sem brotið er á. Eiríkur spurði Ferðamálstofu í tölvupósti þann 10. janúar hvort málið hefði verið tilkynnt til lögreglu þannig að mögulegt hefði verið að frysta eignir og komast þannig yfir hluta þess fjár sem ferðaskrifstofan hafði af fólki. Svarið hafi verið áfram á þá leið að málið væri litið mjög alvarlegum augum og til skoðunar að vísa því til lögreglu. Eiríkur segir Ferðamálastofu svo hafa staðfest við sig 15. janúar að málinu hafi verið vísað til lögreglu. Segir Viktor siðblindan mann Eiríkur lýsir Viktori Heiðdal, forsvarsmanni Farvel, sem siðblindum manni. Í tölvupósti frá Farvel þann 19. desember til farþega segi að orð fái ekki lýst hve þungt það taki á starfsfólk Farvel að færa farþegum þær fréttir að ekkert verði af ferð sem þau hafi greitt fyrir. „Ferðamálastofa gerir kröfu um hærri starfsleyfistryggingu en Farvel hefur bolmagn til að standa undir,“ sagði í póstinum. „Þetta er leiðinlegur endir á farsælu starfi Farvel og staða sem enginn óskar sér.“ Eiríkur veltir fyrir sér af hverju Viktor Heiðdal afhenti ekki reikninginn með öllum peningunum sem lagður hafði verið fyrir ferðinni til Taílands. „Maður sem hefur notað síðustu vikurnar á undan til að hringja í fólk til að láta það borga inn á ferð sem hann vissi að yrði aldrei farin“. Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag Sigríðar Pálsdóttur og eiginmanns hennar aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Viktor frá því starfsleyfi Farvel var fellt niður en án árangurs. Eiríkur kannast við vandamálið. „Hann hefur náttúrulega hvergi látið ná í sig. Ég hef ekki heyrt í neinum sem hefur náð í hann.“ Lokafrestur hefði átt að vera sumarið 2019 Eiríkur er sömuleiðis ekki par sáttur við Ferðamálastofu. „Það er veittur frestur ofan í frest ofan í frest,“ segir Eiríkur. Sé Ferðamálastofa á annað borð að skoða reksturinn, veita leyfi og afturkalla, hljóti þau að velta fyrir sér hvernig starfsemi Farvel sé með. Farvel fókusi á dýrar ferðir til fjarlægra staða þar sem ferðatíminn er að vetri hér á Íslandi. „Ef þetta ástand var svona átti að setja lokafrestinn síðastliðið sumar. Þeir gáfu þeim færi á að auglýsa nýtt tímabil og innheimta tugi eða hundruð milljóna af fólki. Í því finnst mér stærsti glæpur Ferðamálastofu liggja. Þetta er ekki ferðaskrifstofa sem býður upp á ódýrar sólarlandaferðir til Spánar og slíkra landa.“ Sofið á verðinum Þá séu samskiptin við Ferðamálastofu og Farvel afar sérstök. Loks hafi verið lífsmark í gær þegar hann fékk staðfestingu á að málið yrði sent til lögreglu. „Mér finnst Ferðamálastofa gjörsamlega hafa sofið á verðinum og við sem lendum í þessu höfðum ekkert heyrt að ferðaskrifstofan ætti í basli. Ólíkt því til dæmis þegar fólk var að kaupa sér ferð með WOW air undir það síðasta. Þá vissi fólk að því fylgdi áhætta en var auðvitað með kortatryggingar. Þá hefði verið hægt að grípa inn í ef ekki væri liðinn langur tími.“ Þarna hafi þau frúin greitt í góðri trú. „Ég velti því fyrir mér áðan, þegar maður er inni á netinu og sér alls konar auglýsingar frá minni ferðaskrifstofum sem bjóða til dæmis upp á ferðir til Kanarí. Þá fór ég að velta fyrir mér, ef manni dytti í hug að skella sér á svoleiðis ferð, hvort sú ferðaskrifstofa væri líka í skoðun.“ Vilja að eftirlitinu verði breytt Eiríkur segir að viðskiptavinir Farvel sem urðu illa úti hafi tekið sig saman og séu að skoða réttarstöðu sína. Fólk hafi tapað allt frá hálfri milljón upp í tvær milljónir sem sé hæsta tala sem hann hafi heyrt. Ein hjón hafi fengið símtal frá Viktori Heiðdal tveimur dögum áður en Farvel var svipt starfsleyfi. Þar hafi hann sagt fólkinu að komið væri að lokagjalddaga og þau ættu að borga, sem þau gerðu. Vísir fjallaði um hjónin á dögunum sem ætla að leita réttar síns. Hópurinn fundaði með lögmanni í gær. „Ferðamálastofa er opinber eftirlitsstofnun sem ferðamálaráðherra er ábyrgur fyrir. Okkur finnst þeir ekki hafa uppfyllt lagaskyldu um eftirlit sem þeim er falin. Það er erfitt að fá stofnanir á Íslandi til að axla raunverulega ábyrgð.“ Þá nefnir hann þá ótrúlegu staðreynd að í öllum samskiptum sínum við Farvel og Ferðamálastofu hafi hann aldrei verið í samskiptum við fólk undir nafni. Hann hafi reyndar ekki fengið nein svör frá Ferðamálastofu fyrr en tveimur vikum eftir fyrsta póst en þá hafði hann hringt í Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóra og útskýrt fyrir honum að bregðast ætti við tölvupósti sem slíkum innan viku. Fljótlega hafi borist svar. Hann vonast til að barátta þeirra verði í það minnsta til þess að svona geti ekki gerst aftur. Eftirlitinu verði breytt.
Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07
Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45