Eftirminnilegustu leikirnir við Slóvena á stórmótum: Draumaleikir markvarðanna, hefnd í Aþenu og langar lokamínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2020 08:30 Ísland og Slóvenía mættust margoft á stórmótum í byrjun aldarinnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar byrja án stiga í milliriðlinum en Slóvenar eru með tvö stig. Í tilefni af leiknum gegn Slóveníu í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Slóvena á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 31-25 Slóvenía, EM 2002Patrekur Jóhannesson skoraði níu mörk gegn Slóveníu á EM 2002, þar af átta í seinni hálfleik. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isEftir að hafa gert jafntefli við Spán, 24-24, í fyrsta leik sínum á EM 2002 mætti Ísland Slóveníu í öðrum leik sínum í B-riðli. Guðmundur Hrafnkelsson átti glansleik í íslenska markinu og varði 28 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. „Guðmundur Hrafnkelsson er í toppformi og verður betri með árunum. Mér sýnist að hann eigi nóg eftir,“ sagði Patrekur Jóhannesson við DV eftir leikinn. Patrekur skoraði níu mörk líkt og Ólafur Stefánsson. Átta af mörkum Patreks komu í seinni hálfleik. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Ísland var taplaust í fyrstu sex leikjum sínum á EM 2002 og endaði að lokum í 4. sæti á fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Ólafur Stefánsson 9/5, Sigfús Sigurðsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Aron Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 28-34 Slóvenía, EM 2004Leikur Íslands hrundi undir lokin gegn Slóveníu á EM 2004.skjáskot af timarit.isSlóvenía hélt EM 2004 og komt alla leið í úrslit á mótinu. Íslandi gekk öllu verr. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, og um miðbik seinni hálfleiks leiddu Íslendingar með tveimur mörkum, 22-20. Slóvenar skoruðu þá sjö mörk í röð, náðu undirtökunum og unnu að lokum með sex marka mun, 28-34. Slóvenar voru eldfljótir fram í leiknum og skoruðu 17 mörk eftir hraðaupphlaup. Íslendingar stoppuðu stutt við í Slóveníu en þeir enduðu í neðsta sæti C-riðils með aðeins eitt stig.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Jaliesky Garcia 2, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 30-25 Slóvenía, ÓL 2004Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fagna eftir sigurinn á Slóveníu á Ólympíuleikunum 2004. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isÍsland og Slóvenía mættust þrisvar á stórmótum á tólf mánuðum 2004-05. Slóvenar unnu leiki liðanna á EM 2004 og HM 2005 en Íslendingar sigruðu Slóvena á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, 30-25. Slóvenar byrjuðu leikinn betur en Íslendingar unnu sig svo inn í hann og staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikurinn var svo sennilega sá besti hjá íslenska liðinu á Ólympíuleikunum og það vann hann, 20-15. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik og þá komu einnig öll fjögur mörk Róberts Gunnarssonar. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar en hann var langbesti leikmaður Íslands í Aþenu. Sigurinn dugði Íslandi þó skammt því liðið komst ekki úr riðlinum, líkt og Slóvenía. Íslendingar enduðu í 9. sæti eftir sigur á Brasilíumönnum í lokaleik sínum á mótinu. Eftir Ólympíuleikana hætti Guðmundur Guðmundsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Viggó Sigurðsson.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6/1, Jaliesky Garcia 6, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 32-31 Slóvenía, HM 2007Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik gegn Slóveníu á HM 2007.vísir/epaÍsland tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM 2007 með sigri á Slóveníu, 32-31, í þriðja leik sínum í milliriðli. Markvarsla Íslands var ekki alltaf upp á marga fiska á HM 2007 en hún var frábær gegn Slóveníu og stærsta ástæða þess að sigurinn datt Íslands megin. Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot og Roland Valur Eradze lokaði svo markinu undir lokin þegar íslenska liðið virtist staðráðið í að kasta frá sér vænlegri forystu. „Ég get samt ekki neitað því að mér fannst síðustu tíu mínúturnar helvíti langar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason við Fréttablaðið eftir leik. Ísland mætti Danmörku í 8-liða úrslitunum og tapaði á grátlegan hátt. Á endanum varð 8. sætið niðurstaðan á HM 2007.Mörk Íslands: Logi Geirsson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 7/3, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2. EM 2020 í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar byrja án stiga í milliriðlinum en Slóvenar eru með tvö stig. Í tilefni af leiknum gegn Slóveníu í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Slóvena á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 31-25 Slóvenía, EM 2002Patrekur Jóhannesson skoraði níu mörk gegn Slóveníu á EM 2002, þar af átta í seinni hálfleik. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isEftir að hafa gert jafntefli við Spán, 24-24, í fyrsta leik sínum á EM 2002 mætti Ísland Slóveníu í öðrum leik sínum í B-riðli. Guðmundur Hrafnkelsson átti glansleik í íslenska markinu og varði 28 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. „Guðmundur Hrafnkelsson er í toppformi og verður betri með árunum. Mér sýnist að hann eigi nóg eftir,“ sagði Patrekur Jóhannesson við DV eftir leikinn. Patrekur skoraði níu mörk líkt og Ólafur Stefánsson. Átta af mörkum Patreks komu í seinni hálfleik. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Ísland var taplaust í fyrstu sex leikjum sínum á EM 2002 og endaði að lokum í 4. sæti á fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Ólafur Stefánsson 9/5, Sigfús Sigurðsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Aron Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 28-34 Slóvenía, EM 2004Leikur Íslands hrundi undir lokin gegn Slóveníu á EM 2004.skjáskot af timarit.isSlóvenía hélt EM 2004 og komt alla leið í úrslit á mótinu. Íslandi gekk öllu verr. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, og um miðbik seinni hálfleiks leiddu Íslendingar með tveimur mörkum, 22-20. Slóvenar skoruðu þá sjö mörk í röð, náðu undirtökunum og unnu að lokum með sex marka mun, 28-34. Slóvenar voru eldfljótir fram í leiknum og skoruðu 17 mörk eftir hraðaupphlaup. Íslendingar stoppuðu stutt við í Slóveníu en þeir enduðu í neðsta sæti C-riðils með aðeins eitt stig.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Jaliesky Garcia 2, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 30-25 Slóvenía, ÓL 2004Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fagna eftir sigurinn á Slóveníu á Ólympíuleikunum 2004. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isÍsland og Slóvenía mættust þrisvar á stórmótum á tólf mánuðum 2004-05. Slóvenar unnu leiki liðanna á EM 2004 og HM 2005 en Íslendingar sigruðu Slóvena á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, 30-25. Slóvenar byrjuðu leikinn betur en Íslendingar unnu sig svo inn í hann og staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikurinn var svo sennilega sá besti hjá íslenska liðinu á Ólympíuleikunum og það vann hann, 20-15. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik og þá komu einnig öll fjögur mörk Róberts Gunnarssonar. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar en hann var langbesti leikmaður Íslands í Aþenu. Sigurinn dugði Íslandi þó skammt því liðið komst ekki úr riðlinum, líkt og Slóvenía. Íslendingar enduðu í 9. sæti eftir sigur á Brasilíumönnum í lokaleik sínum á mótinu. Eftir Ólympíuleikana hætti Guðmundur Guðmundsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Viggó Sigurðsson.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6/1, Jaliesky Garcia 6, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 32-31 Slóvenía, HM 2007Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik gegn Slóveníu á HM 2007.vísir/epaÍsland tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM 2007 með sigri á Slóveníu, 32-31, í þriðja leik sínum í milliriðli. Markvarsla Íslands var ekki alltaf upp á marga fiska á HM 2007 en hún var frábær gegn Slóveníu og stærsta ástæða þess að sigurinn datt Íslands megin. Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot og Roland Valur Eradze lokaði svo markinu undir lokin þegar íslenska liðið virtist staðráðið í að kasta frá sér vænlegri forystu. „Ég get samt ekki neitað því að mér fannst síðustu tíu mínúturnar helvíti langar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason við Fréttablaðið eftir leik. Ísland mætti Danmörku í 8-liða úrslitunum og tapaði á grátlegan hátt. Á endanum varð 8. sætið niðurstaðan á HM 2007.Mörk Íslands: Logi Geirsson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 7/3, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira