150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. janúar 2020 18:01 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19