Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 15:47 Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, taldi að orð sín, sem voru nær samhljóða ræðu Göbbels, hefðu verið fullkomið. AP/Eraldo Peres Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020 Brasilía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020
Brasilía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira