Disney tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:17 Flestir þekkja merki 20th Century Fox. getty/Gabe Ginsberg Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka „Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch. Bandarískir miðlar hafa ýjað að því að Disney vilji ekki vera tengt Fox News sem er í eigu Murdoch, og er alla jafna talið mjög hægri sinnaður fjölmiðill. Disney hefur þó ekki sagt ástæðuna bak við ákvörðunina. Disney keypti kvikmyndaverið í mars síðastliðnum fyrir 71 milljarða Bandaríkjadala, sem eru rúmir 8.827 milljarðar íslenskra króna. Kvikmyndaverið 20th Century Fox er þekkt fyrir að hafa framleitt margar stærstu og þekktustu kvikmyndir allra tíma, þar á meðal Avatar og Titanic. Rupert Murdoch átti kvikmyndaverið 20th Century Fox áður en Disney keypti það.epa/ANDREW GOMBERT Samkvæmt tímaritinu Variety, sem sagði fyrst frá nafnabreytingunum, sagði heimildarmaður í samtali við það að Fox væri tengt Murdock og það væri talið neikvætt. Hollywood er einnig þekkt fyrir að vera nokkuð frjálslynt, ólíkt ástralska auðjöfrinum. Disney endurnefndi einnig Fox Searchlight Pictures, annað kvikmyndaver sem var í eigu Murdoch, og heitir það núna Searchlight Pictures. Þá var netföngum starfsmanna breytt á föstudag, úr @fox.com í @20thcenturystudios.com og @searchlight.com. 20th Century Fox var stofnað árið 1935 þegar kvikmyndaverin 20th Century og Fox Film voru sameinuð. Félag Rupert Murdoch, News Corporation, festi kaup á kvikmyndaverinu um miðjan níunda áratuginn og fréttastofa Fox var stofnuð 1996 og varð fljótt sú sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna sem mest er horft á. News Corporation var síðar skipt upp í News Corp og 21st Century Fox, sem Disney keypti síðar. Disney Hollywood Tengdar fréttir Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30 Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka „Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch. Bandarískir miðlar hafa ýjað að því að Disney vilji ekki vera tengt Fox News sem er í eigu Murdoch, og er alla jafna talið mjög hægri sinnaður fjölmiðill. Disney hefur þó ekki sagt ástæðuna bak við ákvörðunina. Disney keypti kvikmyndaverið í mars síðastliðnum fyrir 71 milljarða Bandaríkjadala, sem eru rúmir 8.827 milljarðar íslenskra króna. Kvikmyndaverið 20th Century Fox er þekkt fyrir að hafa framleitt margar stærstu og þekktustu kvikmyndir allra tíma, þar á meðal Avatar og Titanic. Rupert Murdoch átti kvikmyndaverið 20th Century Fox áður en Disney keypti það.epa/ANDREW GOMBERT Samkvæmt tímaritinu Variety, sem sagði fyrst frá nafnabreytingunum, sagði heimildarmaður í samtali við það að Fox væri tengt Murdock og það væri talið neikvætt. Hollywood er einnig þekkt fyrir að vera nokkuð frjálslynt, ólíkt ástralska auðjöfrinum. Disney endurnefndi einnig Fox Searchlight Pictures, annað kvikmyndaver sem var í eigu Murdoch, og heitir það núna Searchlight Pictures. Þá var netföngum starfsmanna breytt á föstudag, úr @fox.com í @20thcenturystudios.com og @searchlight.com. 20th Century Fox var stofnað árið 1935 þegar kvikmyndaverin 20th Century og Fox Film voru sameinuð. Félag Rupert Murdoch, News Corporation, festi kaup á kvikmyndaverinu um miðjan níunda áratuginn og fréttastofa Fox var stofnuð 1996 og varð fljótt sú sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna sem mest er horft á. News Corporation var síðar skipt upp í News Corp og 21st Century Fox, sem Disney keypti síðar.
Disney Hollywood Tengdar fréttir Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30 Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30
Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00
Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf