Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 11:33 Óeirðarlögreglumaður beinir skotvopni að mótmælendum í Hong Kong á nýársdag. Vísir/EPA Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58