Sport

Kolli á samning í Bandaríkjunum og berst eftir tvær vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson.
Kolbeinn Kristinsson.

Eini íslenski atvinnuhnefaleikmaðurinn, Kolbeinn Kristinsson, er kominn á samning hjá Salita Promotions í Bandaríkjunum sem opnar fleiri dyr fyrir okkar mann.

Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnuferlinum og stefnir hátt. Salita sérhæfir sig í að koma ungu og efnilega hnefaleikafólki á framfæri og þar er meðal annars stórstjarnan Claressa Shields sem er af mörgum talin vera besta boxkona sögunnar.

Salita er búið að redda Kolbeini sínum fyrsta bardaga í Bandaríkjunum en hann fer fram þann 17. janúar.

Hnefaleikakappinn eyddi talsverðum tíma í Bandaríkjunum á síðasta ári og þar á meðal hjá Javan „Sugar Hill“ Stewart sem er frændi Emmanuel Stewart heitins sem er almennt talinn vera einn besti þjálfari frá upphafi. Stewart er til að mynda að þjálfa Tyson Fury fyrir bardaga hans gegn Deontay Wilder í febrúar.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×