Viðskipti innlent

Sunna Ósk til Kjarnans

Atli Ísleifsson skrifar
Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir. Bára Huld Beck

Sunna Ósk Logadóttir fréttamaður hefur verið ráðin til Kjarnans og hefur nú þegar hafið störf.

Í frétt á vef Kjarnans kemur fram að Sunna Ósk hafi unnið við blaðamennsku í yfir tuttugu ár, en hún hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1999. Gegndi hún stöðu fréttastjóra á blaðinu á árunum 2008 til 2012 og svo fréttastjóra á mbl.is til ársins 2016.

Sunna Ósk er landfræðingur að mennt og hefur mikið skrifað um umhverfismál. Hún hefur þrívegis hlotið Blaðamannaverðlaun Íslands – fyrir skrif um Landspítalann árið 2005, málefni flóttamanna árið 2015 og svo nýtingu náttúruauðlinda árið 2017.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að Magnús Halldórsson, einn stofnenda Kjarnans, ætlaði að yfirgefa miðilinn á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×