Lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2020 14:06 Gunnar Örn. Annað árið í röð er lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær en þar er verið að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi. Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira