Fótbolti

Fyrsta tap Sverris Inga og félaga kom með hvelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrsta tapið í 17 leikjum.
Fyrsta tapið í 17 leikjum. vísir/getty

Íslenski knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK þegar liðið heimsótti Aris í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sverrir og félagar taplausir í deildinni þegar kom að leiknum í kvöld en þetta var 17.umferð deildarinnar.

Það blés þó byrlega fyrir PAOK þar sem Karol Swiderski kom þeim yfir eftir 10 mínútur. Aris fór hins vegar með eins marks forystu í leikhlé, 2-1.

Strax í upphafi síðari hálfleiks varð staðan 3-1 fyrir heimamenn og þeir komust í 4-1 með marki Lucas Sasha á 70.mínútu. Leo Matos klóraði í bakkann fyrir PAOK á 77.mínútu og fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 4-2 fyrir Aris og fyrsta tap PAOK staðreynd.

Sverrir Ingi lék sem fyrr segir allan leikinn og fékk að líta gula spjaldið á 69.mínútu.

Olympiakos getur hirt toppsætið af PAOK á morgun þegar þeir fá Panathinaikos í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×