Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 12:01 Michele Kang og Trinity Rodman, ein af stjörnum Washington Spirit. Ira L. Black/Getty Images Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira