Erlent

Írakska þingið vill erlenda hermenn burt

Andri Eysteinsson skrifar
Frá þjóðþingi Íraka í Baghdad.
Frá þjóðþingi Íraka í Baghdad. EPA/STR

Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. BBC greinir frá.

Þingmenn á þjóðþinginu kölluðu einnig eftir banni við því að erlendir herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti. Um 5000 bandarískir hermenn eru nú staðsettir í Írak en mikil ólga er á svæðinu eftir að bandaríkjaher réð íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Baghdad á dögunum.

Ályktunin var lögð fyrir þingið eftir að starfandi forsætisráðherra Írak, Adel Abdul Mahdi, hafði kallað eftir því að bundinn yrði endi á viðveru erlendra herafla í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×