Hetja Liverpool í gær er alvöru Scouser og markið hans minnir marga á byrjun Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:30 Curtis Jones fagnar markiinu sínu í gær. Getty/Clive Brunskill Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira