Sport

Garrett loksins rekinn frá Kúrekunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garrett eftir sinn síðasta leik með Kúrekana. Fastlega er búist við því að hann fái strax annað starf í deildinni.
Garrett eftir sinn síðasta leik með Kúrekana. Fastlega er búist við því að hann fái strax annað starf í deildinni. vísir/getty

Ansi margir stuðningsmenn Dallas Cowboys fögnuðu í gær er Jason Garrett var loksins rekinn frá félaginu. Ákvörðun sem hefði átt að taka fyrir mörgum árum að mati margra.

Það hefur legið í loftinu í marga daga að Kúrekarnir ætluðu sér að reka Garrett en það reyndist ofboðslega erfitt fyrir Jerry Jones, eiganda Cowboys, að gera það. Hann gerði það svo í miðjum leik Philadelphia og Seattle í gær. Afar áhugaverð tímasetning.

Fyrr um helgina ræddi hann við fyrstu þjálfarana sem koma til greina sem arftakar Garrett og því var einkennilegt að uppsögnin hafði ekki verið staðfest fyrr.

Garrett starfaði fyrir félagið frá 2007 en tók við sem aðalþjálfari árið 2010. Hann var áður leikmaður félagsins. Hann endar ferilinn með 85-67 árangur en vann aðeins tvo leiki í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa oft frábært lið í höndunum.

Jones er sagður hafa rætt við Mike McCarthy, fyrrum þjálfara Packers, og Marvin Lewis, fyrrum þjálfara Cleveland, um helgina. Fleiri koma til greina og þar á meðal Jeff Fisher sem kom Tennessee Titans í Super Bowl. Sá er í miklum metum hjá Jones.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×