Erlent

Skjálfti veldur skemmdum í Púertó Ríkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð hefur verið um smærri skjálfta frá 28. desember en þessi er sá öflugasti og stóð hann yfir um nokkuð skeið.
Nokkuð hefur verið um smærri skjálfta frá 28. desember en þessi er sá öflugasti og stóð hann yfir um nokkuð skeið. Vísir/EPA

Jarðskjálfti, sem mældist 5,8 stig skók Púertó Ríkó í dag. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum en vitað er að skjálftinn olli einhverjum skemmdum. Skriður fóru af stað og rafmagnslaust er víða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísindamenn ytra segja uppruna skjálftans hafa verið rétt suður af eyjunni og hann hafi verið á tiltölulega litlu dýpi, eða tíu kílómetrum.



Nokkuð hefur verið um smærri skjálfta frá 28. desember en þessi er sá öflugasti og stóð hann yfir um nokkuð skeið.

Íbúar á suðurhluta eyjunnar hafa birt myndir af húsum sem hrundu og skriðum sem féllu á vegi. Íbúar sem blaðamenn AP ræddu við segja mikið óðagot hafa myndast. Íbúar í bænum Guanica hafi til að mynda reynt að flýja á bílum sínum en stærðarinnar grjót hafði lokað eina veginum úr bænum.

Búið er að vara við frekari skjálftum í Púertó Ríkó.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×