Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:18 Stúdentafélagið ABVP hefur verið sakað um að bera ábyrgð á árásinni. epa/STR Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum. Indland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum.
Indland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira