Erlent

Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppruni skjálftans mældist skammt suður af eyjunni og á tíu kílómetra dýpi, sem er sama staðsetning og mældist þegar 5,8 stiga skjálfti skall á í gær.
Uppruni skjálftans mældist skammt suður af eyjunni og á tíu kílómetra dýpi, sem er sama staðsetning og mældist þegar 5,8 stiga skjálfti skall á í gær. AP/Carlos Giusti

Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. Uppruni skjálftans mældist skammt suður af eyjunni og á tíu kílómetra dýpi, sem er sama staðsetning og mældist þegar 5,8 stiga skjálfti skall á í gær. Sá skjálfti olli skemmdum en mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá 28. desember.

Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af skemmdum eða manntjóni. Rafmagnsleysi vegna skjálftans í gær hefur þó gert upplýsingaflæði erfitt, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Í skjálftanum í gær hrundi kletturinn Punta Ventana sem var gífurlega vinsæll meðal ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×