Guðni Axelsson nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 15:08 Guðni Axelsson tók við stöðunni 1. janúar síðastliðinn. orkustofnun/vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma. Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira