Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:02 Harvey Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York. vísir/epa Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37