Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 10:25 Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, segir ásakanir Ghosn ekki eiga við rök að styðjast. AP/Eugene Hoshiko Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20
Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02