Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 19:34 Rannsóknarskipið Oruc Reis og fylgdarskip þess. Grikkir og Frakkar hafa sömuleiðis sent herskip á vettvang. AP/IHA Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun. Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun.
Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira