Spurningalisti sem hjálpar okkur að ná árangri Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 09:00 Er hægt að þjálfa hugann þannig að okkur tekst oftar að skara framúr? Vísir/Getty Ein af þekktustu setningum uppfinningamannsins Thomas Edison er „Genius is one percent inspiration, and ninety-nine percent persipiration“ sem þýða mætti sem „Snilld er eitt prósent innblástur en níutíu og níu prósent blóð, sviti og tár.“ Enda er Edison sagður hafa reynt við um þrjú þúsund útfærslur á ljósaperum áður en hann náði þeirri sem gat logað sem ljós án þess að springa. Rithöfundurinn David Robson tekur þetta dæmi um Edison í nýlegri grein á BBC Worklife þar sem hann veltir þeirri spurningu upp hvað þurfi til þannig að fólk nái sem best markmiðum sínum. Hann segir engan vafa um það að ástríða og hugsjón hafi mikið um það að segja en þetta dæmi frá Thomas Edison sýni að fólk þarf að vera þrautseigt og halda alltaf áfram að reyna að gera betur. Annars er hættan sú að við festumst í hjólförum sem koma okkur ekkert áleiðis. Robson vitnar í rannsókn sem nýlega var birt í Proceedings of the National Academic of Sciences. Niðurstöður hennar gefa vísbendingar um að það séu öllum sé mögulegt að fylgja eftir ákveðnum leiðum í hugsun og hugarfari til að ná oftar árangri. Þetta meðvitaða og markvissa hugarfar kallar hann á ensku „strategic mindset.“ En hvernig getum við æft hugarfarið þannig að við séum líklegri til að ná markmiðum okkar? Í raun felst svarið í því að við séum meðvituð um hugsanir okkar. Með öðrum orðum: Við þurfum að hugsa um það hvernig við hugsum. Á þann háttinn erum við líklegri til að vera alltaf að reyna að bæta það sem við erum að gera sem aftur leiðir til þess að við náum frekar framförum. Í grein BBC er nefnt sem dæmi að ef við erum beðin um að brjóta egg aftur og aftur og aftur, gæti það hvernig við gerum það sagt mikið til um hversu fær við erum að hugsa á markvissan hátt um framfarir og umbætur. Þeir sem brjóta öll eggin eins og þeir brjóta fyrsta eggið eru líklegri til að festast í sama hjólfarinu. Þeir sem ná hins vegar framförum eru þeir sem eru meðvitaðir um það hvernig þeir hugsa og þá um leið hvernig þeir framkvæma. Vísir/Getty Rannsakendur hafa sett saman spurningarlista sem sagður er hjálpa fólki að ná rétta hugarfarinu. Þessar spurningar eru: Þegar að ég er strand í einhverju verkefni, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að leysa úr málinu? Þegar að mér finnst ég ekki vera að ná árangri í einhverju, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Er til betri leið? Ef ég pirrast út af einhverju, hversu oft spyr ég: Get ég gert þetta betur? Þegar að ég stend frammi fyrir áskorun, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til þess að verða betri í þessu? Ef ég er að vandræðast með eitthvað, hversu oft spyr ég: Hvað get ég gert til að hjálpa sjálfum/sjálfri mér með þetta? Þegar að mér finnst eitthvað verulega erfitt, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að ná tökum á þessu? Ef þú ert einn þeirra einstaklinga sem spyrð sjálfan þig oft þessara spurninga ertu á góðri leið því hugarfarið þitt telst vera mjög markvisst (e. strategic mindset). Aðrir eru hvattir til að nýta sér spurningarlistann til að efla sjálfan sig. Margar rannsóknir eru sagðar styðja við það að það hversu meðvituð við erum um okkar eigin hugsanir skili sér í því að við náum oftar markmiðum okkar. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem eru mjög meðvitaðir um það hvernig þeir skipuleggja sig í námi og við lærdóm, ná betri árangri. Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ein af þekktustu setningum uppfinningamannsins Thomas Edison er „Genius is one percent inspiration, and ninety-nine percent persipiration“ sem þýða mætti sem „Snilld er eitt prósent innblástur en níutíu og níu prósent blóð, sviti og tár.“ Enda er Edison sagður hafa reynt við um þrjú þúsund útfærslur á ljósaperum áður en hann náði þeirri sem gat logað sem ljós án þess að springa. Rithöfundurinn David Robson tekur þetta dæmi um Edison í nýlegri grein á BBC Worklife þar sem hann veltir þeirri spurningu upp hvað þurfi til þannig að fólk nái sem best markmiðum sínum. Hann segir engan vafa um það að ástríða og hugsjón hafi mikið um það að segja en þetta dæmi frá Thomas Edison sýni að fólk þarf að vera þrautseigt og halda alltaf áfram að reyna að gera betur. Annars er hættan sú að við festumst í hjólförum sem koma okkur ekkert áleiðis. Robson vitnar í rannsókn sem nýlega var birt í Proceedings of the National Academic of Sciences. Niðurstöður hennar gefa vísbendingar um að það séu öllum sé mögulegt að fylgja eftir ákveðnum leiðum í hugsun og hugarfari til að ná oftar árangri. Þetta meðvitaða og markvissa hugarfar kallar hann á ensku „strategic mindset.“ En hvernig getum við æft hugarfarið þannig að við séum líklegri til að ná markmiðum okkar? Í raun felst svarið í því að við séum meðvituð um hugsanir okkar. Með öðrum orðum: Við þurfum að hugsa um það hvernig við hugsum. Á þann háttinn erum við líklegri til að vera alltaf að reyna að bæta það sem við erum að gera sem aftur leiðir til þess að við náum frekar framförum. Í grein BBC er nefnt sem dæmi að ef við erum beðin um að brjóta egg aftur og aftur og aftur, gæti það hvernig við gerum það sagt mikið til um hversu fær við erum að hugsa á markvissan hátt um framfarir og umbætur. Þeir sem brjóta öll eggin eins og þeir brjóta fyrsta eggið eru líklegri til að festast í sama hjólfarinu. Þeir sem ná hins vegar framförum eru þeir sem eru meðvitaðir um það hvernig þeir hugsa og þá um leið hvernig þeir framkvæma. Vísir/Getty Rannsakendur hafa sett saman spurningarlista sem sagður er hjálpa fólki að ná rétta hugarfarinu. Þessar spurningar eru: Þegar að ég er strand í einhverju verkefni, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að leysa úr málinu? Þegar að mér finnst ég ekki vera að ná árangri í einhverju, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Er til betri leið? Ef ég pirrast út af einhverju, hversu oft spyr ég: Get ég gert þetta betur? Þegar að ég stend frammi fyrir áskorun, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til þess að verða betri í þessu? Ef ég er að vandræðast með eitthvað, hversu oft spyr ég: Hvað get ég gert til að hjálpa sjálfum/sjálfri mér með þetta? Þegar að mér finnst eitthvað verulega erfitt, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að ná tökum á þessu? Ef þú ert einn þeirra einstaklinga sem spyrð sjálfan þig oft þessara spurninga ertu á góðri leið því hugarfarið þitt telst vera mjög markvisst (e. strategic mindset). Aðrir eru hvattir til að nýta sér spurningarlistann til að efla sjálfan sig. Margar rannsóknir eru sagðar styðja við það að það hversu meðvituð við erum um okkar eigin hugsanir skili sér í því að við náum oftar markmiðum okkar. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem eru mjög meðvitaðir um það hvernig þeir skipuleggja sig í námi og við lærdóm, ná betri árangri.
Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira