Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 22:21 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. Samkvæmt samkomulaginu við Boeing Icelandair mun falla frá kaupum á fjórum flugvélum og áætlun um afhendingu sex flugvéla sem eru útistandandi hefur verið breytt. Samkomulagið felur einnig í sér frekari bætur frá Boeing vegna stórs hluta þess tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar, eins og það er orðað í yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni frá félaginu segir að samkomulagið sé að öðru leyti trúnaðarmál. Nú standi til að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. Viðræður um slíka lánalínu á milli Icelandair og ríkisins, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, eru langt komnar samkvæmt yfirlýsingunni. Einnig er búið að semja við kröfuhafa Icelandair og snúa þeir samningar að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri félagsins. Þeir samningar munu vera háðir því að markmið Icelandair um öflun nýs hlutafjár gangi eftir og að félagið geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í yfirlýsingunni að samningar þessir og langtímasamningar við flugséttir, sé mikill áfangasigur fyrir félagið. „Allt eru þetta mikilvægir þættir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sem nú er á lokastigi. Mikil vinna hefur átt sér stað á liðnum mánuðum við að endurskipuleggja rekstur Icelandair Group og búa félagið undir sókn á nýjan leik. Þar hafa starfsmenn félagsins unnið mikið þrekvirki. Þessi vinna mun án efa styrkja það fjárfestingartækifæri sem við munum bjóða í komandi hlutafjárútboði sem og rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar.“ Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. 8. ágúst 2020 16:03 Fjórtán kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara en þrjár bættust við til meðferðar hjá embættinu í júlímánuði. 7. ágúst 2020 08:05 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. Samkvæmt samkomulaginu við Boeing Icelandair mun falla frá kaupum á fjórum flugvélum og áætlun um afhendingu sex flugvéla sem eru útistandandi hefur verið breytt. Samkomulagið felur einnig í sér frekari bætur frá Boeing vegna stórs hluta þess tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar, eins og það er orðað í yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni frá félaginu segir að samkomulagið sé að öðru leyti trúnaðarmál. Nú standi til að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. Viðræður um slíka lánalínu á milli Icelandair og ríkisins, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, eru langt komnar samkvæmt yfirlýsingunni. Einnig er búið að semja við kröfuhafa Icelandair og snúa þeir samningar að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri félagsins. Þeir samningar munu vera háðir því að markmið Icelandair um öflun nýs hlutafjár gangi eftir og að félagið geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í yfirlýsingunni að samningar þessir og langtímasamningar við flugséttir, sé mikill áfangasigur fyrir félagið. „Allt eru þetta mikilvægir þættir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sem nú er á lokastigi. Mikil vinna hefur átt sér stað á liðnum mánuðum við að endurskipuleggja rekstur Icelandair Group og búa félagið undir sókn á nýjan leik. Þar hafa starfsmenn félagsins unnið mikið þrekvirki. Þessi vinna mun án efa styrkja það fjárfestingartækifæri sem við munum bjóða í komandi hlutafjárútboði sem og rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar.“
Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. 8. ágúst 2020 16:03 Fjórtán kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara en þrjár bættust við til meðferðar hjá embættinu í júlímánuði. 7. ágúst 2020 08:05 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. 8. ágúst 2020 16:03
Fjórtán kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara en þrjár bættust við til meðferðar hjá embættinu í júlímánuði. 7. ágúst 2020 08:05
Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42