Nýbúinn að tapa fyrir United en þakkaði Solskjær fyrir allt sem hann hefur gert í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 10:30 Zeca þakkar Ole Gunnar Solskjær fyrir leikinn og það sem Norðmaðurinn hefur gert fyrir uppáhaldslið fyrirliða FCK. Getty/Sascha Steinbach Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira