44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 14:52 Fyrirtækin hafa endurgreitt Vinnumálastofnun 210 milljónir króna. Vísir/Hanna Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44
Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27