Enski boltinn

City búið að finna arftaka Silva?

Ísak Hallmundarson skrifar
Houssem Aouar hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Lyon í Frakklandi.
Houssem Aouar hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Lyon í Frakklandi. getty/Marco Canoniero

Spænski miðjumaðurinn David Silva er eins og margoft hefur komið fram að fara að takast á við nýja áskorun með nýju félagi eftir tímabilið hjá Manchester City.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum hefur City augastað á Houssem Aouar, leikmanni Lyon, til að fylla skarð Silva. Aouar er 22 ára gamall og lykilmaður í liði Lyon sem sló Juventus úr leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Aouar er eftirsóttur og hefur verið líkt við sjálfan Zinedine Zidane. Arsenal og Juventus eru einnig sögð áhugasöm um leikmanninn en það er ekkert leyndarmál að Pep Guardiola hafi gríðarlegan áhuga á að fá hann til Manchester og hefur hann hrósað honum í viðtölum. 

Lyon gerir kröfu um að fá að minnsta kosti 63 milljónir punda fyrir leikmanninn. Manchester City og Lyon mætast einmitt í Meistaradeildinni næsta laugardag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×