Google í miðaldrakrísu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 10:00 Vísir/Getty Fjórir af valdamestum forstjórum Bandaríkjanna voru kallaðir til að svara spurningum samkeppniseftirlitsnefndar Bandaríkjaþings í síðustu viku þar sem hart var sótt að forsvarsmönnum Facebook, Amazon, Apple og Google. Það skýrist af vaxandi áhyggjum þingheims um að tæknirisarnir séu orðnir of stórir, of valdamiklir og farnir að hagnast of mikið. Í umfjöllun Economist í liðinni viku segir þó að Google standi frammi fyrir jafnvel enn erfiðari áskorunum en harðskeyttum spurningum þingmanna því augljóst sé að fyrirtækið, sem nú er 21 árs, sé statt í mikilli miðaldrakrísu. Að mati greinahöfunda á miðaldrakrísa Google margt líkt með miðaldrakrísum fólks almennt: Þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu kraumi órói og efasemdir undir niðri. Til að átta sig á umfangi Google í dag má nefna að daglegur leitarfjöldi í Google telur um sex milljarða leita og á auglýsingamarkaði leitarvéla er markaðshlutdeild Google 90%. Til viðbótar telst síðan notkun Youtube og Gmail og þar má nefna að um 100 milljarða tölvupósta eru sendir daglega í gegnum Gmail. Þá má nefna að árið 2019 hagnaðist móðurfélag Google, Alphabet, um 34 milljarða dollara auk þess að teljast leiðandi í þróun gervigreindar, örtölva og sjálfkeyrandi bifreiða. En í hverju felst miðaldrakrísa Google? Til að átta sig á í hverju miðaldrakrísa Google felst er ágætt að rifja aðeins upp hvernig kynningum á fyrirtækinu var háttað þegar það var skráð á markað árið 2004. Þá sögðu stofnendur félagsins, þeir Larry Page og Sergey Brin, að Google yrði nýsköpunarfyrirtæki um aldur og ævi því það myndi aldrei þróast í að verða hefðbundið eða formfast stórfyrirtæki. Á þessum tíma þótti Google líka frábrugðið fyrirtækjum almennt. Fyrirtækið státaði sig af miklum sveigjanleika, þróun var hröð og hugmyndir starfsfólks áttu auðvelt brautagengi. Þá þóttu vinnustöðvar Google engum öðrum líkar. Vinnurými voru opin rými og buðu upp á alls kyns afþreyingarsvæði. Þá var andrúmsloftið sagt líkara því sem þekktist á heimavist háskóla fremur en hjá stórfyrirtækjum. En nú er öldin önnur. Um 120 þúsund starfsmenn starfa í dag hjá Google og enn fleiri verktakar. Alls kyns innanbúðarmál eru að koma upp daglega og þau eru af nákvæmlega sama toga og innanbúðarmál hjá öðrum stórfyrirtækjum. Þetta geta verið starfsmannamál sem snúast um kynjajafnrétti yfir í mál sem snúast um þjónustu og úrval í mötuneytum. Þá er það ekki aðeins fjöldi starfsmanna sem hefur breyst verulega því starfsemin er líka ólík innbirgðis. Árlega er til dæmis milljörðum dollara varið í þróun dróna, vélmenna, skýjaþjónustur og fleira til viðbótar við annað sem hér hefur þegar verið tilgreint. Í stærð og umfangi eru þeir dagar sagðir taldir að auðvelt sé fyrir hinn almenna skapandi starfsmann að ná áheyrn efsta lags stjórnenda fyrir nýjum hugmyndum. Þvert á móti hefur Google þróast í nákvæmlega þá sömu sviðsmynd og Larry Page og Sergey Brin sögðu hreint óhugsandi að yrði nokkurn tíma. Þá er það gömul saga og ný hversu hverful ráðandi markaðshlutdeild getur verið fyrir stórfyrirtæki. AT&T og IBM eru dæmi um stórfyrirtæki sem hvort um sig má muna sinn fífil fegri. Í grein Economist velta greinahöfundar því fyrir sér hvort Google muni á endanum velja að fara svipaða leið og Microsoft og Apple. Báðir aðilar voru við það að leggja upp laupana um tíma en náðu sér á strik með því að einfalda starfsemina og leita aftur til upprunans. Microsoft, sem lengi veðjaði mest á Windows, sneri vörn í sókn með því að veðja á skýaþjónustur og tól og tæknilausnir þeim tengdum. Apple sneri vörn í sókn með því að yfirfæra notendavænar vinsældir sínar í tölvum yfir í snjallsíma. Að mati greinahöfunda Economist er að minnsta kosti ljóst að hrukkurnar á enni Google verða sýnilegri með degi hverjum. Þeir telja fyrirtækið orðið of stórt og þar sé verið að veðja á of marga hesta í einu á kostnað nýsköpunar og sveigjanleika. Senn muni hins vegar renna upp sá dagur að Google þurfi að svara sambærilegum spurningum og svo margt fólk um miðjan aldur spyr sig að: Hver er ég, hvað skiptir mig mestu máli og hver er framtíðarsýnin mín? Tengdar fréttir Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. 31. júlí 2020 14:41 Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. 30. júlí 2020 11:35 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Fjórir af valdamestum forstjórum Bandaríkjanna voru kallaðir til að svara spurningum samkeppniseftirlitsnefndar Bandaríkjaþings í síðustu viku þar sem hart var sótt að forsvarsmönnum Facebook, Amazon, Apple og Google. Það skýrist af vaxandi áhyggjum þingheims um að tæknirisarnir séu orðnir of stórir, of valdamiklir og farnir að hagnast of mikið. Í umfjöllun Economist í liðinni viku segir þó að Google standi frammi fyrir jafnvel enn erfiðari áskorunum en harðskeyttum spurningum þingmanna því augljóst sé að fyrirtækið, sem nú er 21 árs, sé statt í mikilli miðaldrakrísu. Að mati greinahöfunda á miðaldrakrísa Google margt líkt með miðaldrakrísum fólks almennt: Þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu kraumi órói og efasemdir undir niðri. Til að átta sig á umfangi Google í dag má nefna að daglegur leitarfjöldi í Google telur um sex milljarða leita og á auglýsingamarkaði leitarvéla er markaðshlutdeild Google 90%. Til viðbótar telst síðan notkun Youtube og Gmail og þar má nefna að um 100 milljarða tölvupósta eru sendir daglega í gegnum Gmail. Þá má nefna að árið 2019 hagnaðist móðurfélag Google, Alphabet, um 34 milljarða dollara auk þess að teljast leiðandi í þróun gervigreindar, örtölva og sjálfkeyrandi bifreiða. En í hverju felst miðaldrakrísa Google? Til að átta sig á í hverju miðaldrakrísa Google felst er ágætt að rifja aðeins upp hvernig kynningum á fyrirtækinu var háttað þegar það var skráð á markað árið 2004. Þá sögðu stofnendur félagsins, þeir Larry Page og Sergey Brin, að Google yrði nýsköpunarfyrirtæki um aldur og ævi því það myndi aldrei þróast í að verða hefðbundið eða formfast stórfyrirtæki. Á þessum tíma þótti Google líka frábrugðið fyrirtækjum almennt. Fyrirtækið státaði sig af miklum sveigjanleika, þróun var hröð og hugmyndir starfsfólks áttu auðvelt brautagengi. Þá þóttu vinnustöðvar Google engum öðrum líkar. Vinnurými voru opin rými og buðu upp á alls kyns afþreyingarsvæði. Þá var andrúmsloftið sagt líkara því sem þekktist á heimavist háskóla fremur en hjá stórfyrirtækjum. En nú er öldin önnur. Um 120 þúsund starfsmenn starfa í dag hjá Google og enn fleiri verktakar. Alls kyns innanbúðarmál eru að koma upp daglega og þau eru af nákvæmlega sama toga og innanbúðarmál hjá öðrum stórfyrirtækjum. Þetta geta verið starfsmannamál sem snúast um kynjajafnrétti yfir í mál sem snúast um þjónustu og úrval í mötuneytum. Þá er það ekki aðeins fjöldi starfsmanna sem hefur breyst verulega því starfsemin er líka ólík innbirgðis. Árlega er til dæmis milljörðum dollara varið í þróun dróna, vélmenna, skýjaþjónustur og fleira til viðbótar við annað sem hér hefur þegar verið tilgreint. Í stærð og umfangi eru þeir dagar sagðir taldir að auðvelt sé fyrir hinn almenna skapandi starfsmann að ná áheyrn efsta lags stjórnenda fyrir nýjum hugmyndum. Þvert á móti hefur Google þróast í nákvæmlega þá sömu sviðsmynd og Larry Page og Sergey Brin sögðu hreint óhugsandi að yrði nokkurn tíma. Þá er það gömul saga og ný hversu hverful ráðandi markaðshlutdeild getur verið fyrir stórfyrirtæki. AT&T og IBM eru dæmi um stórfyrirtæki sem hvort um sig má muna sinn fífil fegri. Í grein Economist velta greinahöfundar því fyrir sér hvort Google muni á endanum velja að fara svipaða leið og Microsoft og Apple. Báðir aðilar voru við það að leggja upp laupana um tíma en náðu sér á strik með því að einfalda starfsemina og leita aftur til upprunans. Microsoft, sem lengi veðjaði mest á Windows, sneri vörn í sókn með því að veðja á skýaþjónustur og tól og tæknilausnir þeim tengdum. Apple sneri vörn í sókn með því að yfirfæra notendavænar vinsældir sínar í tölvum yfir í snjallsíma. Að mati greinahöfunda Economist er að minnsta kosti ljóst að hrukkurnar á enni Google verða sýnilegri með degi hverjum. Þeir telja fyrirtækið orðið of stórt og þar sé verið að veðja á of marga hesta í einu á kostnað nýsköpunar og sveigjanleika. Senn muni hins vegar renna upp sá dagur að Google þurfi að svara sambærilegum spurningum og svo margt fólk um miðjan aldur spyr sig að: Hver er ég, hvað skiptir mig mestu máli og hver er framtíðarsýnin mín?
Tengdar fréttir Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. 31. júlí 2020 14:41 Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. 30. júlí 2020 11:35 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. 31. júlí 2020 14:41
Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. 30. júlí 2020 11:35