Innlent

Bátur vélarvana á Skjálfanda

Andri Eysteinsson skrifar
Siglingin tekur um tvo tíma.
Siglingin tekur um tvo tíma. Vísir/Vilhelm

Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá vélarvana báti á Skjálfanda.

Útkallið barst rétt eftir hádegið og var þar tekið fram að einn maður væri um borð í bátnum sem væri vélarvana vestur af Flatey úti fyrir Skjálfanda. Siglingin milli Siglufjarðar og bátsins tekur rúmlega tvær klukkustundir en áætlað er að taka bátinn í tog og sigla með hann í höfn á Dalvík.

Samkvæmt tilkynningu Landsbjargar má vænta þess að björgunarskipið komi til hafnar í Dalvík, með bátinn í eftirdragi, á milli 18 og 19 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×