Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 08:12 Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft. EPA/GIAN EHRENZELLER Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27