Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 08:12 Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft. EPA/GIAN EHRENZELLER Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27