Sonný sú eina á þessari öld | Haldið hreinu í meira en helming leikja sinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. ágúst 2020 17:00 Sonný Lára fagnar með samherjum sínum sumarið 2018, þegar Blikar urðu síðast Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.* Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.*
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30