Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 07:20 Alls rötuðu 79 mál á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 í gærkvöldi til klukkan 5:00 í morgun. Vísir/Vilhelm Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar. Í dagbók lögreglunnar eftir nóttina kemur fram að maðurinn hafi verið látinn renna af sér í fangageymslu. Hann var einn fjögurra sem gistu fangageymslur í borginni af ýmsum ástæðum í nótt. Tilkynnt var um mann með hnífa á heimili sínu sem væri í annarlegu ástandi. Lögregla segir að maðurinn hafi átt við andleg vandamál að stríða. Honum hafi verið fengin „viðeigandi aðstoð“. Tvö húsbrot voru framin. Annars vegar barst lögreglu tilkynning frá manni sem hefur hús í miðborginni til umráða. Hann kom að tveimur mönnum sem höfðu gert sig heimakomna í íbúðinni. Þeir verða kærðir fyrir húsbrot. Í Reykjavíkurhöfn tilkynnti eigandi báts að tveir hefðu komið sér fyrir í honum. Þeir verða einnig kærðir fyrir húsbrot. Í Hafnarfirði var hjólreiðamaður sem datt harkalega fluttur til aðhlynningar á slysadeild. Fjöldi hávaðakvartana barst lögreglunni í gærkvöldi og nótt. Þá bárust nokkrar kvartanir vegna flugeldasprenginga. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar. Í dagbók lögreglunnar eftir nóttina kemur fram að maðurinn hafi verið látinn renna af sér í fangageymslu. Hann var einn fjögurra sem gistu fangageymslur í borginni af ýmsum ástæðum í nótt. Tilkynnt var um mann með hnífa á heimili sínu sem væri í annarlegu ástandi. Lögregla segir að maðurinn hafi átt við andleg vandamál að stríða. Honum hafi verið fengin „viðeigandi aðstoð“. Tvö húsbrot voru framin. Annars vegar barst lögreglu tilkynning frá manni sem hefur hús í miðborginni til umráða. Hann kom að tveimur mönnum sem höfðu gert sig heimakomna í íbúðinni. Þeir verða kærðir fyrir húsbrot. Í Reykjavíkurhöfn tilkynnti eigandi báts að tveir hefðu komið sér fyrir í honum. Þeir verða einnig kærðir fyrir húsbrot. Í Hafnarfirði var hjólreiðamaður sem datt harkalega fluttur til aðhlynningar á slysadeild. Fjöldi hávaðakvartana barst lögreglunni í gærkvöldi og nótt. Þá bárust nokkrar kvartanir vegna flugeldasprenginga.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira