Fylkir fær efnilegan leikmann frá Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 10:00 Unnar Steinn í leik gegn Álftanesi í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Vísir/HAG Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01