Besti tíminn en „helvíti skítt“ Sylvía Hall og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 18:07 World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun. World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12
Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59