Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:00 Jasmín Erla skoraði eitt þeirra tíu marka sem skoruð voru í gær. Vísir/Vilhelm Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira