Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:00 Jasmín Erla skoraði eitt þeirra tíu marka sem skoruð voru í gær. Vísir/Vilhelm Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira