Allt annað að sjá Val nú en á sama tíma á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:30 Hannes Þór hefur átt töluvert betra tímabil í ár heldur en á síðustu leiktíð. HAG/Daniel Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00