450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 19:30 Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira