Erlent

Jóakim prins gekkst undir aðgerð vegna blóðtappa í heila

Andri Eysteinsson skrifar
Jóakim prins ásamt eiginkonu sinni Maríu prinsessu og næst elsta syni sínum Felix prins
Jóakim prins ásamt eiginkonu sinni Maríu prinsessu og næst elsta syni sínum Felix prins Getty/Corbis

Jóakim prins hefur verið lagður inn á háskólasjúkrahúsið í frönsku borginni Toulouse þar sem hann hefur gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila.

DR greinir frá því að Jóakim, yngri bróðir Friðriks krónprins Danmerkur, hafi verið lagður inn á sjúkrahús seint í gærkvöldi og var hann strax sendur undir hnífinn. Gekk aðgerðin eins og í sögu er ástand prinsins nú stöðugt.

Margrét Þórhildur danadrottning hefur óskað eftir því að konungsfjölskyldan fái frið á meðan að á sjúkrahúsvist Jóakims stendur.

Jóakim hafði ásamt fjölskyldu sinni fagnað átján ára afmæli Felix prins, næst elsta barni hans, í Chateu de Cayx. Prinsinn býr í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni, Maríu prinsessu og börnum þeirra Hinrik og Aþenu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×