Hnúfubakar eltu Hríseyjarferjuna allan daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:00 Þessi hnúfubakur tengist fréttinni ekki beint. Myndband af hnúfubökunum sem eltu ferjuna má nálgast neðar í fréttinni. Vísir/vilhelm Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira