Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin fjögur er ný­liðarnir náðu í stig gegn meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnismenn fagna fyrsta markinu í gær.
Fjölnismenn fagna fyrsta markinu í gær. mynd/skjáskot

Nýliðar Fjölnis komu mörgum á óvart og náðu í stig á Meistaravöllum í gær er liðið gerði 2-2 jafnteflið við topplið KR.

Flestir bjuggust við sigri meistaranna enda voru nýliðarnir einungis með tvö stig fyrir leikinn í gær en þeir komust yfir með marki Jóhanns Árna Gunnarssonar á 17. mínútu.

Sú forysta stóð ekki lengi því þremur mínútum síðar jafnaði Pálmi Rafn Pálmason metin eftir hornspyrnu og mikinn darraðadans.

KR-ingar komust svo yfir á 62. mínútu er Atli Sigurjónsson skoraði. Aftur stóð forystan ekki lengi yfir því þremur mínútum síðar jafnaði Ingibergur Kort Sigurðsson fyrir Fjölni og þar við sat.

KR er á toppi deildarinnar með sextán stig en Fjölnir er áfram á botninum með þrjú stig.

Klippa: KR - Fjölnir 2-2

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×