Tómas Þórður: „Annaðhvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 23:00 Tómas Þórður í baráttunni gegn Tindastól í vetur. Hann mun nú berjast undir körfunni á Spáni. Vísir/Bára Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni
Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira