Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 17:13 Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi. Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi.
Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52
Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33