Inter komst ekki upp í 2. sæti | Birkir og félagar fallnir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brescia minnkaði muninn um leið og Birkir kom inn á en það dugði ekki til.
Brescia minnkaði muninn um leið og Birkir kom inn á en það dugði ekki til. Maurizio Lagana/Getty Images

Alls fóru sex leikir fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter Milan gerði markalaust jafntefli við Fiorentina á heimavelli, Roma vann stórsigur á SPAL og þá töpuðu Birkir Bjarnason og félagar í Brescia 3-1 gegn Lecce og eru þar með fallnir.

Inter hefði með sigri komist aftur upp í annað sæti deildarinnar en jafntefli þýðir að liðið er stigi á eftir Atalanta þegar þrjár umferðir eru eftir. Roma vann 6-1 útisigur á SPAL en Rómverjar sitja samt sem fastast í 5. sæti deildarinnar.

Lecce og Brescia mættust í sannkölluðum botnslag. Bæði lið í fallsæti fyrir leik og þó svo að þau séu það enn eftir leiki kvöldsins er ljóst að Birkir Bjarnason og samherjar hans eru fallnir niðri í Serie B eftir 3-1 tap í kvöld.

Birkir spilaði síðustu þrjátíu mínútur leiksins.

Úrslit kvöldsins

Lecce 3-1 Brescia

Sampdoria 1-2 Genoa

Torino 1-1 Hellas Verona

SPAL 1-6 Roma

Inter Milan 0-0 Fiorentina

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira