Innlent

Auður nýr fram­kvæmda­stjóri Skóg­ræktar­fé­lags Reykja­víkur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Auður Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Auður Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Aðsend

Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í landfræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Hátt í þriðja tug umsókna barst um starf framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur þegar það var auglýst í vor.

Auður hefur starfað sem sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2005. Einnig hefur Auður starfað við leiðsögn og verið fjallaleiðsögumaður helstu fjöllum landsins um árabil. Hún var verkefnisstjóri hjá Héraðsskógum og hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands um árabil.

Auður kom að stofnun Ferðafélags barnana og sat í stjórn þess á upphafsárum félagsins. Einnig hefur hún verið yfirkennari Björgunarskólans á sviði snjóflóða og haft umsjón með fjölda námskeiða um útivist. Auður er gift Páli Guðmundssyni og eiga þau saman tvö börn.

Auður tekur við starfi framkvæmdastjóra af Helga Gíslasyni, sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Skógræktarfélag Reykjavíkur eru félagasamtök með nær 2.000 félagsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×