Rahm í fótspor Ballesteros - Minntist ömmu sinnar eftir að hafa náð á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 12:30 Jon Rahm og eiginkona hans Kelley Cahill fögnuðu sigrinum í gær með kossi. VÍSIR/GETTY Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial Golf Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial
Golf Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira