Erlent

Segjast hafa afhent flugrita vélarinnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá hluta úr flaki vélarinnar eftir að hún var skotin niður.
Hér má sjá hluta úr flaki vélarinnar eftir að hún var skotin niður. Ebrahim Noroozi/AP

Íranar hafa sent flugrita úkraínskrar farþegaþotu sem var skotin niður við Tehran, höfuðborg Írans, í janúar á þessu ári.

Öll 176 sem voru um borð létust þegar vélin var skotin niður með tveimur flugskeytum, þann 8. janúar síðastliðinn.

Starfandi utanríkisráðherra Írans segir flugritann hafa verið sendan til Parísar í gær og að lesið verði úr honum á mánudag.

Í fyrstu þvertóku írönsk stjórnvöld fyrir að bera ábyrgð á málinu. Þau tóku þó ábyrgð á málinu, og sögðu að vélin hefði verið skotin niður fyrir mannleg mistök, eftir að vestrænar leyniþjónustur sögðu gögn málsins benda til þess að Íranar ættu hlut að máli.

Samkvæmt stjórnvöldum töldu aðilar innan íranska hersins að vélin væri loftskeyti, og skutu hana þess vegna niður. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur lýst málinu sem „ófyrirgefanlegum mistökum.“

Íranski herinn var vel á verði á þessum tíma, en nokkrum klukkustundum áður en vélin var skotin niður höfðu Íranar skotið eldflaugum á tvær herstöðvar Bandaríkjahers í Írak. Þær árásir voru gerðar í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, háttsettum herforingja innan íranska hersins. Hann var felldur í drónaárás í Baghdad í Afganistan 3. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×