Innlent

Skoðar hvort farið verði með málið fyrir félagsdóm

Telma Tómasson skrifar
Gamli Herjólfur hefur siglt með farþega í dag.
Gamli Herjólfur hefur siglt með farþega í dag. Vísir/Vilhelm

Talsmaður sjómannafélags Íslands segist ætla að láta daginn líða en fara síðan yfir það með lögmanni hvort ástæða sé til að fara með mál fyrir félagsdóm er snýr að áætlunarferðum gamla Herjólfs milli Vestamannaeyja og Landeyjahafnar sem farnar eru í dag. Á sama tíma liggur nýi Herjólfur við bryggju vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 

Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélagsins, settist inn á fjarfund með starfsfólki Herjólfs ohf. klukkan tvö til að fara yfirstöðuna. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að um klárt verkfallsbrot væri að ræða, fólk væri ósátt og ferðir gamla Herjólfs væru ekki til þess fallnar að leysa deiluna. Þvert á móti. 

Vinnustöðvunin um borð í nýja Herjólfi hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Bergur sagði að önnur vinnustöðvun væri ráðgerð eftir viku, félagsmenn yrðu klárir þá, menn væru að „vopna sig“ eins og hann orðaði það, en vildi að öðru leyti ekki upplýsa um nánari útfærslu aðgerða. 

Gamli Herjólfur hefur farið eina ferð það sem af er degi. Skipið lagði af stað frá Vestamannaeyjum um klukkan eitt, og lagðist að bryggju í Landeyjarhöfn eftir rúmlega háfltíma siglingu. Skipið sneri aftur til Eyja eftir að hafa tekið um borð farþega og ökutæki. gamli Herjólfur er meðal annars mannaður með sumar- og afleysingarfólki.


Tengdar fréttir

Gamli Herjólfur lagði loks af stað

Gamli Herjólfur lagði loks af stað frá Vestamannaeyjum um klukkan eitt en fyrstu áætlunarferð dagsins var aflýst morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×