Tveggja daga verkfall hafið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:24 Tveggja sólarhringa vinnustöðvun hófst á miðnætti í gær. Vísir/Herjólfur Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27
Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38