Tveggja daga verkfall hafið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:24 Tveggja sólarhringa vinnustöðvun hófst á miðnætti í gær. Vísir/Herjólfur Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27
Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38